Sunday, April 29, 2012

Skrímslafræðingur / Monstrologist

Farinn á skrímslaveiðar í sumar. Ég þarf að vera annsi vel vopnum búinn til að takast á við þessa hættulegu ferð.
Sum skrímslin eru afar hættuleg.
Nú er ég að vinna að því að setja saman Parphenometer, tæki sem miðar út yfirnáttúruleg fyrirbrigði.
Ég mun ferðast í lofti,  láði og legi og jafnvel neðansjávar. Þessi ferð mun taka tíma fé og fyrirhöfn og þarf ég því allann stuðning sem ég get fengið.

Going on a Monster-hunt this summer.
I have to be fully equipped with weaponry to take on such dangerous venture.
Some of the monsters are extremely dangerous.
Now I am working on my Parphenometer, a device to detect paranormal phenomenon.
I will have to travel on ground, in the air and under water. It will take time, effort and some money to complete this mission.
Wish me luck.

Saturday, April 28, 2012

Mr. E. Novell

I made you a song while while preparing for my Bildalian venture. 



Monday, April 16, 2012

Til frekari skýringar / Further explanation

Bildalian chronicles er ferðasaga mín í máli og myndum frá ferðalagi mínu til Bíldalíu frá júní og fram í september.
Bíldalía er vissulega tilbúið eða skáldað land en svæðið og fólkið er raunverulegt.
Persónurnar í sögu Bíldalíu eru raunverulegar og atburðir þeir sem lýst er eru byggðir á raunveruleikanum. Trúin á skrímsli, álfa og drauga lifir enn sterku lífi líkt og hún hefur lifað í gegn um aldirnar. Frásögn mín gæti verið ölrlítið ýkt en sönn er hún engu að síður.
Sjálfur er eins og ég er venjulega.
(Endilega berið saman frásögn mína við raunverulegar staðreyndir, það mun koma á óvart hversu lítinn skáldskap hér um ræðir)
Njótið og deilið með vinum nær og fjær þessari ferðasögu, og saman munum við í sumar ferðast aðeins lengra en við fórum áður.


The Bildalian chronicles is my online travel-diary that tells about my journey to the mysterious Bildalia from June to september.
Bildalia is a "made-up" country or a state but the territory and the people are real.
The characters in the history of Bildalia and their names are true and the belief in monsters elves and ghosts is still around and has been for centuries. My story may be exaggerated a little but real nevertheless. 
For myself I am like I am in real life. 
(By all means compare my tales to the real Bildalia if you can and you will be amazed just how little is made up)
Enjoy and share the chronicles with friends near and far, together we just might have a little different journey. 

Sunday, April 8, 2012

Verkefni

English down below
Ég vakna upp úr veruleikanum inn í minn eigin draum.
Ég er um þessar mundir að vinna að nokkrum verkefnum í einu, skrifa bók, semja tónlist og búa mig undir ferðalag til Bíldalíu.

Bildalian Chronicles er ferðadagbók mín í máli, myndum og myndskeiðum, frá ferð minni til Bíldalíu. Þar mun ég lenda í ýmsum ævintýrum við rannsóknir á furðuverum, óþekktum svæðum og hættulegum sértrúarsöfnuði svo eitthvað sé nefnt.
Ferðalagið þarf talsverðan undirbúning þar sem Bíldalía er lokuð frá umheiminum mest allt árið og mjög erfitt er að komast þangað. Ég þarf að útvega mér tæki og tól til að vinna verkefnið; Tölvu, vídeoupptökuvél og myndavél ásamt auðvitað loftbelg eða lítið loftskip og útbúnað til skrímslaleitar.
Ég mun líklega dvelja í einhverju af þeim yfirgefnu húsum sem þar er að finna og hafa með mér striga og pensla til dægrastyttingar. Ferðin mun taka þrjá mánuði og ef ég kemst lífs af þá mun ég líklega gefa Bildalian Chronicles út í heilu lagi sem tölvubók.
Bildalian Chronicles er á ensku vegna þess að ég vil fá ferðamenn til að njóta ævintýrsins með okkur. Ég ætla að reyna að fá síðuna mína tengda við einhverja vefi í ferðaþjónustunni ásamt að tengja mig við gufupönk samfélagið í útlöndunum. Allur umbúnaður ferðalagsins sjálfs ætti að vera sveipaður ævintýraljóma að hætti Jules Verne þar sem ég er sjálfur auðvitað stórskrítinn með minn pípuhatt, tæki og tól. Sagan verður í formi bloggfærslna hér á vefnum ásamt myndum og myndskeiðum sem verða blanda af frásögnum og leikþáttum ... 

Tónlistin mín er mestmegnis ævintýra eða gufupönk tónlist. Ég vinn tónlistina á átta ára gamla tölvu og nota fyrstu útgáfuna af logic pro tónlistarforritinu bæði fyrir tónsmíðarnar og upptöku á söng. Þetta gerir það af verkum að ég takmarkast við átta rásir, tölvan mín ræður ekki við meira í fullum gæðum.
Þar sem ég notast mikið við klassísk hljóðfæri eins og fiðlur og básúnur tekur það oft langann tíma að hljóðblanda tónlistina svo hún hljómi sem mest eins og lifandi en auðvitað heyrist samt oft að þetta er tölvugerð tónlist.
Ég stefni á það að gefa út tólf laga disk fyrir næstu jól, hvort sem það verður "virtual" eða efnislegur diskur. Á þeim diski verða þessi ævintýra - gufupönk lög sem ég hef verið að setja á youtube. Líklega mun ég fara í alvöru hljóðver til að syngja lögin inn og hljóðblanda þau endanlega.

Bókin sem ég er að vinna að ber heitið Gullna bókin og er "retro-futuristic" ævintýri sem á að gerast í hugsanlegri framtíð en þó að því gefnu að menningin hafi liðið undir undir lok í hamförunum miklu einhverjum 200 árum áður. Þeir sem lifðu af hafa svo saman byggt upp samfélag á grunni þeirrar þekkingar sem eftir varð, þróað tækni og lífshætti sem svipar mjög til síðustu ára nítjándu aldar og fram á þrjá fyrstu áratugi þeirrar tuttugustu. Já, sem sagt gufupönk.

Projects
I wake up from reality into a dream. 
I am now working on many projects at the same time, writing a novel, composing and preparing for the journey to Bildalia in june.



The Bildalian Chronicles is my online travel diary of my exploration to the mysterious Bildalia  
I write, take pictures and make videophiles during my journey for three months. I will try to capture monster or uncover it's mysteries, find out the truth about the Grotters of the undersea Hole-caves and discover the hidden valley of the tall trees among many other phenomena. In adventures you never know what will happen next, I will have my equipment for researching and some food, and if I live to tell the tale it will most likely be published as a digital book because of the videophiles. 
The adventure starts in june.

My music is mostly adventure-fairy tale steampunk music. I'm using logic 8 as a sequencer software  and recording studio. My computer is now eight years old and does not function to the highest standards and since I use classical instruments, it takes a lot of effort to make the music sound lifelike.
I'm planning on releasing a CD before next christmas either a virtual or physical and probably I will complete the recordings and the mix in a "real" recording studio. 

My book I write in Icelandic. It is a retro-futuristic steampunk adventure where some hundred years after the great disasters people have developed technology and standards comparable to the late 19th century and the beginning of the 20th. The story itself  is already finished and now I'm working on the decorative part. I work on it when I have time and I have no idea when it will be published.