Sunday, October 30, 2016

Útlagastjórn Bíldalíu

Heimurinn handan - þar sem óþekktar furðuverur búa ásamt svokölluðu Huldufólki og vættum - Heimurinn handan eða The Otherworld var uppgötvaður fyrir þremur árum. Fyrir einskæra tilviljun, eða samhangandi atburðarrás opnaðist rof inn í aðra vídd eða heim samhliða okkar. 
Hópur vísindamanna fór af stað til að rannsaka þetta fyrirbrigði og komust að því að samskonar "gloppur" í efnisheiminum fyndust víðar í heiminum. Í Kákasus, í Himalayafjöllunum, Washingtom fylki í Bandaríkjunum og hér á Íslandi. Aldrei fyrr hafði nokkrum tekist að opna þennan heim og hvað þá að ferðast yfir í gegn um þetta rof sem hafði myndast. Vísindamennirnir reyndu að hafa stjórn á rofinu til að geta opnað og lokað því að vild. 
Eitthvað hefur farið úrskeiðis því nú síðastliðið sumar gerðir sá ótrúlegi atburður að heimurinn handan opnaðist upp á gátt með leiftrum og ljósum. Jörðin skalf og leiftrin blinduðu fólkið. Þegar þessar hamfarir loksins hættu var Bíldalía horfin, allar byggingar, fólkið og allt það sem þeim tilheyrði. 
Ég lenti sjálfur í rofinu og í langa stund var eins og rafhlaðinn eldur umlyki mig.  
Svo var allt hljótt.
Aðeins við, þessar örfáu hræður stóðum eftir.
Um stund héldum við að við hefðum lent himumeginn. Í heiminum handan. En okkur varð síðan ljóst að Bíldalía var horfin og við erum hér eftir. 
Þjóð Bíldalíu samanstendur af álfum og mönnum. Við erum jöfn, þó við sinnum mismunandi hlutverkum í samfélagi okkar. Eitt skal yfir alla ganga og við berum byrgðar okkar í sameiningu. 
Við höfum ekki í nein hús að venda nema að sækja um hæli hér á Akranesi og við vonum að okkur verði vel tekið. 
Við munum að sjálfssögðu reyna að samlagast nýju samfélagi en vafalaust munum við lita samfélagið með háttum okkar og fatastíl en óttist eigi, við erum jú öll tengd á einn eða annan hátt og getum lært hvort af öðru. 
Við höfum sett á fót útlagastjórn Bíldalíu í sendiráði Bíldalíu í Sandvík sem er á Vesturgötu 77 hér á Akranesi. 
Allir sem vilja fræðast og vinna með okkur eru velkomnir í kaffi, te og til skrafs og ráðagerða. Við erum jú allaf upptekin, en aldrei svo upptekin að geta ekki tekið á móti vinum. 
Bíldalía lifi !!!

-Þjóðsöngur Bíldalíu-

Bíldalía, Bíldalía

Ber við himinn, há.

Bildalia Bildalia

blikar yst við sjá.

Skjól við fjallsins rætur.

Bjartar sumarnætur.

stjörnum prýddir vetur

í norðurljósadýrð.

Í hafinu speglar sig himininn hár


Bíldalía, Bíldalía, Bíldalía.