Saturday, January 7, 2017

Dularfulla búðin


Dularfulla búðin er nýjasta verkefni mitt hún mun opna á Akranesi í maí 2017 Dularfulla búðin verður fyrsta og eina gufupönk miðstöð á Íslandi. Hönnunin er öll í Viktoríönskum ævintýrastíl. Listaverk eftir þekkta gufupönk listamenn ásamt endalausum sögum um dularfull fyrirbrigði þessa heims og annars. Vörur og veitingar, sýningar og skemmtun, fyrirlestrar og fræðsla. Hugmyndin fékk styrk frá Uppbyggingasjóði Vesturlands nú á dögunum upp á heilar milljón krónur. Það fé verður notað til að koma upp fyrirtæki, vefsíðu (www.dularfulla.is & www.themysteriousshop.com) ásamt vinnu við að fá húsnæði og aframhaldandi styrki eða fjárfesta.  Einnig hefur Vinnumálastofnun styrkt verkefnið um laun til 6 mánaða til að vinna að eigin viðskiptahugmynd. Dularfulla búðin er fjöllistahús í gufupönk stíl. Allt það sem Steampunk listamenn hafa takið sér fyrir hendur er komið á einn stað. Sýningar, tónleikar, safn, fyrirlestrar og ýmislegt fleira. Dularfulla Búðin opnar í maí 2017

No comments:

Post a Comment